Lagnatækni er hluti af hópi verkfræðistofa og arkitekta sem mynda SPITAL hópinn. SPITAL vann samkeppni árið 2010 um forhönnun á nýjum Landspítala Íslands. Hópurinn vann í um 2 ár að forhönnun Meðferðarkjarna, Rannsóknarhúss, Sjúkrahótels, nýbyggingu Háskóla Íslands og að Bílastæða- og tæknimiðstöðvar á svæði Landsspítalans við Hringbraut. Þá vann Lagnatækni greiningu á endurskipulagningu á fyrirkomulagi Læknagarðs, núverandi byggingar HÍ.
Verkefni Lagnatækni innan SPITAL hópsins var að sjá um forhönnun á sínum sérsviðum og þar var ekki síst um að ræða að sjá fyrir samliggjandi tæknirýmum og lagnavegum sem mynduðu heild og aðkomu að tæknikerfum innan bygginganna.